Sama meðferð og áður á eldri borgurum í lífeyrismálum

Skömmu eftir þingkosningarnar 2007 ritaði ég grein í Morgunblaðið undir þessari fyrirsögn:"  Treysti á, að Jóhanna leysi lifeyrismál aldraðra" . Ég hafði þá miklar væntingar til Jóhönnu   sem ráðherra og taldi víst, að hún mundi standa undir þeim væntingum. En því miður. Ég hefi orðið fyrir miklum vonbrigðum með Jóhönnu og ríkisstjórnina í kjaramálum eldri borgara. . Í stuttu máli sagt er staðan þessi: Jóhanna og ríkisstjórnin hafa ekki  leiðrétt almennan lífeyri eldri borgara  frá TR neitt á þeim  tíma,sem þau hafa verið við völd.(A.m.k. ekki, þegar þessi grein er skrifuð .)  Það eina,sem ríkisstjórnin hefur gert er að  að draga úr tekjutengingum og að afnema skerðingu tryggingabóta  vegna tekna maka..Það er gott svo langt sem það nær. En hvað með kosningaloforðið um að  leiðrétta  eigi lífeyri aldraðra vegna þess  að hann hefði ekki tekið eðlilegum vísitöluhækkunum.Ekkert er minnst á það kosningaloforð.Eldri borgarar vilja strax efndir á því kosningaloforði  að hækka  í áföngum lífeyri aldraðra  frá  almannatryggingum í  sem svarar neysluútgjöld samkvæmt könnun Hagstofu Íslands.
Sú lítilfjörlega hækkun,sem átti sér stað í upphafi ársins,þegar  launþegar fengu hækkun,var.  aðeins brot af því,sem launafólk fékk.Af þeim sökum drógust eldri borgarar  enn aftur úr í kjaramálum.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband