Menningarnótt,menningarsúpa

Búist er við að hundrað þúsund manns verði samankomnir á menningarnótt í miðborg Reykjavíkur. Spáð er rigningarskúrum en annars hlýju og mildu veðri. Um allan bæ er fólk að æfa undir hina ýmsu viðburði hátíðarinnar. Meðal annars systurnar Hafdís og  Dagný Bjarnadætur. Hin síðarnefnda er landslagsarkitekt og hefur gert innsetningu í garði Café Óliver en hin ætlar að leika á hljóðfæri og syngja. Þá var Axel Eiríksson myndlistarmaður í óðaönn að koma fyrir flugdreka á Arnarhóli í dag.(mbl.is)

Menningarnótt er skemmtilegur árlegur viðburður og á borgarstjórn miklar þakkir skilið fyrir að koma þessum viðburði á.Í tengslum við menningarnótt  eru fjölmargar uppákomur,t.d. eru opin hús víða í þingholtunum og þar boðið upp á veitingar. Sonur minn og tengdadóttir hafa alltaf menningarsúpu á menningarnótt og bjóða í hana fjölda  manns. Þetta er skemmtilegt kvöld og skemmtileg nótt.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


mbl.is Búist við 100 þúsund gestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband