Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,5%

Launavísitala í júlí 2008 er 348,8 stig og hækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði.

Í hækkun launavísitölunnar gætir áhrifa kjarasamnings 20 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM) og fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs, sem undiritaður var þann 28. júní síðastliðinn. Samkvæmt samningnum hækkuðu laun um 20.300 krónur frá 1. júní 2008. Að auki hækkuðu launatöflur um 2,2% frá sama tíma en á móti var framlag vinnuveitenda í vísindasjóði aflagt.

Þá gætir einnig í hækkun vísitölunnar áhrifa kjarasamnings Kennarasambans Íslands f.h. Félags framhaldsskólakennara og fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs, sem undirritaður var þann 16. júní síðastliðinn. Samkvæmt samningnum hækkuðu laun félagsmanna um 20.300 frá 1. júní 2008.

Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 9,1%.Verðbólgan   er 13,6%.Kaupmáttur hefur því rýrnað um 4,5%. Upplýsingarnar um launavísitöluna eru á vef Hagstofunnar.

Framangreindar upplýsingar leiða í ljós,að kjör launafólks eru að versna en ekki batna.Ávinningur kjarasamninga 1.feb. sl. er rokinn út í veður og vind. Því er spáð,að  verðbólga muni enn aukast í næsta mánuði.Það er erfið barátta framundan hjá verkalýðshreyfingunni. Hún þarf að endurheimta,það sem af henni hefur verið tekið og helst eitthvað meira.Misskiptingin í þjóðfélaginu hefur aukist. það þarf að jafna tekjuskiptunguna.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband