Landssamband eldri borgara gagnrýnir stjórnvöld

Framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara gagnrýnir harðlega,að  25 þús. krónurnar,sem þeir eiga að fá sem ekki fá neitt úr lifeyrissjóði skuli sæta skerðingu og skattlagningu.LEB telur ekki eðlilegt,að fara eins með þessa upphæð eins og aðrar tekjur úr lífeyrissjóði.Bendir LEB á,að þessi uppbót hafi verið ætluð þeim ,sem eru allra verst settir og ekki hafa getað greitt í lífeyrissjóð.LEB telur eðlilegra að fara með þessa uppbót eins og aðrar bætur frá almannatryggingum en þá mundu aðrar tryggingabætur ekki skerðast.Eldri borgarar halda ekki nema ca. 1/3 af 25 þús krónunum þannig,að þessi úthlutun er hálfgerður skrípaleikur.Margir eldri borgarar urðu fyrir miklum vonbrigðum 1.ágúst þegar þeir bjuggust við 25 þús. kr. en fengu ekki nema 8 þús. kr.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband