Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Lyklaskipti í ráðhúsinu
Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem kjörin var borgarstjóri Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar í morgun, tók laust eftir hádegið við lyklavöldum á skrifstofu borgarstjóra af Ólafi F. Magnússyni, borgarfulltrúa. Ólafur hefur verið borgarstjóri frá því í janúar.
Hanna Birna er fædd og uppalin í Hafnarfirði, dóttir Aðalheiðar J. Björnsdóttur og Kristjáns Ármannssonar. Maki Hönnu Birnu er Vilhjálmur Jens Árnason og þau eiga tvær dætur.
Hanna Birna lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og M. Sc. prófi í alþjóðlegum og evrópskum stjórnmálum frá Edinborgarháskóla. (mbl.is)
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Hanna Birna stendur sig sem borgarstjóri.Hún er duglegur stjórnmálamaður en mörgum finnst hún ansi frek.Hvort hún slípast til á eftir að koma í ljós. Framsókn og íhald munu hanga saman fram að kosningum. Báðir aðilar vita,að flokkarnir þola ekki ein stjórnarslit enn.
Björgvin Guðmundsson
Lyklaskipti í Ráðhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég senti þér mynd, en er búin að nota hana sjálf.
Heidi Strand, 21.8.2008 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.