Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Framsókn fékk formennsku í OR
Guðlaugur G. Sverrisson, verður nýr formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Guðlaugur er formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur. Tekur hann við formennsku í stjórn OR af Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem verður varaformaður stjórnarinnar.
Auk þeirra Guðlaugs og Kjartans voru Júlíus Vífill Ingvarsson, Svandís Svavarsdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir kjörin í aðalstjórn OR. Í varastjórn voru koson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Dagur B. Eggertsson og Dofri hermannson
Júlíus Vífill var einnig kjörinn formaður skipulagsráðs og formaður stjórnar Faxaflóahafna. Þorbjörg Helga er formaður umhverfis- og samgönguráðs og leikskólaráðs. Jórunn verður formaður velferðarráðs og formaður stjórnkerfisnefndar. Marta Guðjónsdóttir verður formaður mannréttindaráðs og Áslaug Friðriksdóttir verður formaður menningar- og ferðamálaráðs.(mbl.is)
Því var fleygt,að Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra ætti að verða formaður OR en það varð ekki. En samkvæmt "helmingaskiptareglunni" fær Framsókn Orkuveituna. Ekki hefur þó fengist samþykkt að Alfreð yrði formaður OR.
Björgvin Guðmundsson
Helstu embætti í meirihluta B-lista og D-lista í borgarstjórn Reykjavíkur. |
Guðlaugur Sverrisson nýr formaður OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.