Var ákveðið í Valhöll að slíta samstarfi við Ólaf og taka upp samstarf við Framsókn?

Ólafur F. fyrrverandi borgarstjóri  sagði í viðtali við Útvarp Sögu í morgun,að  það hefði verið ákveðið í Valhöll að slíta samstarfinu við hann og mynda meirihluta í staðinn með Framsókn. Hann sagði,að Hönnu Birnu hefði allan tímann verið stýrt úr Valhöll af Guðlaugi Þór,Birni Bjarnasyni og Geir Haarde og Kjartan Gunnarsson hefði einnig haft mikil  áhrif á Hönnu Birnu. Hún hefði áður verið  aðstoðarframkvæmdastjóri  hjá honum í Valhöll.Ólafur sagði,að  flestir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefðu allan tímann verið andsnúnir samstarfinu við'  hann.Aðeins Vilhjálmur og Kjartan hefðu verið heilir í stuðningi við hann en þó snúist gegn honum á lokaspréttinum.  Ólafur vandar ekki sjálfstæðismönnum kvedjurnar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband