Utanríkisráðuneytið opið á menningarnótt

Skýrt hefur verið frá því,að utanríkisráðuneytið verði opið almenningi á menningarnótt. Þetta er mjög skemmtileg nýbreytni. Ingibjörg Sólrún,utanríkisráðherra segir svo frá:

Á skemmtilegum fundi Reykjavíkurfélagsins um utanríkismál sem haldinn var  í vor fékk góð flokkssystir okkar, Ingibjörg Stefánsdóttir, þá smellnu hugmynd að ég opnaði utanríkisráðuneytið á menningarnótt í Reykjavík og byði fólk velkomið í bæinn að sjá starfsemi þess með eigin augum.

Utanríkisráðuneytið mun vera fyrst ráðuneyta stjórnarráðsins til að halda opið hús með þessum hætti en þetta hefur tíðkast allvíða í Evrópu.

Menningarnóttin varð snemma einn stærsti viðburður bæjarlífsins í Reykjavík og um leið ættarmót Íslendinga allra, því fólk drífur sig í bæinn á menningarnótt úr öllum landshornum. Þegar við í Reykjavíkurlistanum byrjuðum með menningarnótt á sínum tíma sáum við ekki fyrir hvað hún yrði mikilvægur þáttur í þjóðlífinu.

Opna húsið hefst á Rauðarárstíg 25 klukkan tvö á morgun laugardag og stendur til sex. Dagskráin er fræðandi, skemmtileg og menningarleg auk þess sem sérstök skemmtun fyrir börn verður í boði.

Ég vil sérstaklega bjóða allt Samfylkingarfólk hjartanlega velkomið til mín í ráðuneytið þennan dag en ég tek á móti gestum á skrifstofunni minni. Ég hef orðið vör við að margir vita ekki einu sinni hvar utanríkisráðuneytið er til húsa og margir hafa upplifað að hálfgerð leynd hvíli yfir starfseminni. Nú breytum við því, opnum stjórnsýsluna og starfið og drífum utanríkisþjónustuna inn í 21. öldina.

Heimsmálin eru heimamál og öfugt, utanríkisþjónustan er þjónusta við fólkið í landinu og án hennar væri Ísland einangrað og samningslaust við nágranna og umheiminn.

Lítið í bæinn - ég hlakka til að sjá ykkur,segir Ingibjörg Sólrún. 

Björgvin Guðmundsson

 

No virus found in this incoming message.
Checked by AVG.
Skýrt hefur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband