Föstudagur, 22. ágúst 2008
Paul Ramses fluttur aftur til Íslands
Paul Ramses var orðlaus þegar hann frétti um að hann yrði fluttur til Íslands og mál hans tekið fyrir aftur af mannúðarástæðum. Eiginkona hans grét. Lögmaður hans vonast eftir því að hann komi til landsins þegar í næstu viku.
Dómsmálaráðuneytið hefur snúið við úrskurði Útlendingastofnunar og ætlar að taka mál flóttamannsins Paul Ramses fyrir en hann hefur verið í flóttamannabúðum á Ítalíu síðan hann var sendur úr landi. Fjöldi manna mótmælti brottvísuninnu.
Útlendingastofnun ætlar að ganga hratt í málið en ákveðin hætta er á töfum vegna skrifræðis á Ítalíu. Katrín Theodórsdóttir lögmaður hans vonast þó til þess að hann komi strax í næstu viku.(mbl.is)
Þessi ´úrskurðu þýðir,að nú verður fjallað efnislega um það á Íslandi hvort veita eigi Paul hæli sem pólitískum flóttamanni hér. Það verður fjallað um þær ástæður,sem hann tilgreinir fyrir beiðni sinni svo sem að hann verði í lífshættu í heimalandi sínu ef hann snúi þangað aftur.Allur ferill hans verður rannsakaður og þá athugað hvort hann hafi skýrt satt og rétt frá.Ég fagna því að fjallað verði efnislega um mál Paul hér. En ég vek athygli á því,að Ísland hefur verið mjög tregt til að veita útlendingum pólitískt hæli hér.
Björgvin Guðmundsson
Eiginkona Paul Ramses grét | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við höfum verið eins og nunnur á sveitaballi í málefnum hælisleitenda.
Jón Halldór Guðmundsson, 22.8.2008 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.