Laugardagur, 23. ágúst 2008
Fær Ramses pólitískt hæli?
Mál Paul Ramses verður tekið til efnislegrar meðferðar hér á landi og hann fær að dveljast hér meðan mál hans verður til meðferðar. Það getur tekið 9-12 mánuði. Það eru mjög skiptar skoðanir um það hvort Íslendingar eigi að hleypa pólitískum flóttamönnum inn í landið og hvort Íslendingar eigi yfirleitt að taka við erlendum mönnum,sem vilja setjast hér að.
Íslendingar láta svo sem þeir séu haldnir mikilli réttlætiskennd og vilji standa vörð um mannréttindi
í heiminum.En þegar til kastanna kemur er grunnt á fordómum í garð útlendinga. Íslendingar vilja eiga þess kost að stunda nám og störf erlendis og setjast þar að en á sama tíma eru sumir hér sem amast við veru útlendinga í landinu.Íslendingar þurfa að vera sjálfum sér samkvæmir í þessum efnum. Ef Paul Ramsas hefur sagt rétt frá tel ég að það eigi a' veita honum pólitískt hæli á Íslandi.Ef það er rétt,að hann hafi verð látinn gjalda stjórnmálaskoðana sinna í heimalandi sínu tel ég að það eigi að afgreiða umsókn hans jákvætt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.