Laugardagur, 23. ágúst 2008
Obama hefur valið varaforsetaefni
Barack Obama, forsetaefni bandaríska Demókrataflokksins, hefur valið Joseph Biden, öldungadeildarþingmann, sem varaforsetaefni sitt, að því er kemur fram í SMS, sem framboð Obama hefur sent til stuðningsmanna frambjóðandans.
Barack hefur valið Joe Biden sem varaforsetaefni okkar," segir í skilaboðunum.
Þar eru stuðningsmenn Obama einnig hvattir til að fara á vefsíðu framboðsins í kvöld þar sem sýnt verður beint frá kosningafundi í Springfield en þar munu frambjóðendurnir koma fram saman.
Látið þetta ganga," segir síðan.
Joe Biden er 65 ára og hefur setið í öldungadeild Bandaríkjanna fyrir Delaware í sex kjörtímabil. Hann er formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnnar og situr í utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings. Hann hefur tvívegis boðið sig fram sem forseta, fyrst 1988 og einnig nú en dró sig til baka í janúar eftir fyrstu forkosningarnar. ( mbl.is)
Obama virðist hafa valið reynslubolta úr þinginu og sjálfsagt er það gott. En ég hygg að sterkara hefði verið fyrir hann að velja Hillary Clinton. En ef til vill hefur hún ekki viljað vera varaforsetaefni og ef til vill hefur Obama ekki viljað fá hana,talið að hún gæti skyggt á hann.
Björgvin Guðmundsson
Obama velur Joseph Biden | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það eru svo margir hérna sem er mjög illa við Hillary að það hefði skaðað framboð Obama verulega ef hún hefði verið varaforsetaefni hans. Hann þurfti ekki að höfða frekar til vinstrisinnaðra, hann þurfti að reyna að ná til miðjunnar með varaforsetaefninu. Því tel ég að þetta hafi verið mjög sterkur leikur hjá honum, og mér er meinilla við Demókrata almennt.
Kristján Magnús Arason, 23.8.2008 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.