Þjóðaratkvæðagreiðsla um hækkun ellilífeyris

Þjóðaratkvæðagreiðsla er í Lettlandi í dag um hvort hækka skuli ellilífeyri. Fylgismenn hækkunar segja ellilífeyri skammarlega lágan, en stjórnvöld segja að velferðarkerfi landsins fari í þrot samþykki landsmenn hækkun lífeyris.

Fylgismenn segja að kostnaður við hækkun á ellilífeyri muni kosta þjóðarbúið jafnvirði um 15 milljarða króna, en stjórnvöld í Lettlandi halda því fram að hann verði að minnsta kosti fjórum sinnum meiri.( ruv.is)

Þessi atkvæðagreiðsla í Lettlandi er merkileg.Ef til vill þarf slika þjóðaratkvæðagreiðslu hér. Rökin hér eru alveg þau sömu og í Lettlandi. Þeir sem eru andvígir hækkun ellilífeyris segja,að  fjárhagur ríkisins þoli ekki mikla hækkun lífeyris. Það er alveg sama hvað miklir peningar eru til í ríkiskassanum.Viðkvæðið er alltaf það sama.

Línan hjá stjórnvöldum nú er að draga á langinn eins lengi og mögulegt er hækkun á lífeyri aldraðra.Síðan kemur einhver hunguslús,skömmtun til aldraðra. Á meðan er blásið í lúðra og sagt,að það sé alltaf verið að gera eitthvað fyrir aldraðra með því að draga úr tekjutengingum.En almennar hækkanir á lífeyri aldraðra eru engar þrátt fyrir öll kosningaloforðin.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Björgvin

Í Lettlandi er miðað við að hver fullorðinn einstaklingur þurfi 182 evrur (ca. 22.000 kr) á mánuði til að framfleyta sér. Meðaleftirlaun ellilífeyrisþega í Lettlandi eru hins vegar í kringum 155 evrur (18.600 kr.) á mánuði.

(Heimild: Vefur Kaþólsku kirkjunnar í Þýskalandi http://www.katholisch.de/21072.html) )

Ef verðlag innan ESB ríkjanna 27 er reiknað sem 100, liggur Ísland á þeim mælikvarða í u.þ.b. 170-180 og Lettland í u.þ.b. 70-80. Hér er reyndar um gamlar tölur frá 2006 að ræða og verðlag hefur frekar farið hækkandi í Lettlandi miðað við ESB á undanförnum tveimur árum.

(Heimild: Fréttatilkynning Eurostat, http://www.eds-destatis.de/de/press/download/07_07/098-2007-07-13.pdf)

Verðlagið í lettlandi er því líklega tæpur helmingur af því, sem það er á Íslandi

Þessar tölur ættu nú að sýna að hér er ekki hægt að vera með samlíkingar, þótt vissulega megi gera betur við eldri borgara á Íslandi.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.8.2008 kl. 13:05

2 Smámynd: Halla Rut

Þjóðaratkvæðagreiðsla þyrfti að vera hér í boði ef 15% þjóðarinnar krefst hennar.

Halla Rut , 23.8.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband