Laugardagur, 23. ágúst 2008
Erlendir fjölmiðlar jákvæðir Íslandi í handboltanum
Handbolti hefur sjaldan eða aldrei fengið jafnmikla umfjöllun í heimspressunni og nú síðustu daga og það er Íslendingum að þakka. Ekki er annað að merkja en að allir - nema auðvitað Frakkar - vonist eftir því að Íslendingum takist að tryggja sér ólympíugullið í úrslitaleiknum í Peking á morgun.
Nokkrir af stærstu bandarísku fjölmiðlunum, þar á meðal ABC, New York Times, Washington Post, USA Today og National Public Radio, hafa fjallað um íslenska handboltalandsliðið síðustu daga og samt er handbolti nánast óþekkt íþrótt þar í landi. Breskir fjölmiðlar, þar á meðal BBC, hafa einnig gert árangri Íslendinga góð skil og ekki er heldur hægt að segja að handbolti sé þjóðaríþrótt þar í landi.
Norrænir fjölmiðlar fjölluðu nánast allir um sigur Íslands á Spánverjum og í dag hefur umfjöllunin haldið áfram. Sem dæmi um hana má nefna að blaðamaður norska ríkisútvarpsins segir, að eftir gullverðlaun norska kvennalandsliðsins í handbolta í dag sé kannski hægt að leyfa sér að vona að Ísland leiki það eftir á morgun.
Og Christel Behrmann, íþróttaritstjóri sænska vefjarins Skånska.se, bloggar í dag frá Peking og segir að Norðurlandabúar þar séu aðallega með hugann við handboltann nú. Ísland gegn Frökkum í úrslitum, hugsið ykkur ef Íslendingarnir vinna, þá verður það fyrsta íslenska ólympíugullið."
Danska blaðið Politiken spyr lesendur sína í dag hvort þeir telji að Íslendingar hafi það sem þurfi til að vinna Frakka. Svörin eru almennt jákvæð og þessi lesandi er að minnsta kosti ekki í vafa:
Ísland tekur frakkar á bólið og vinnur dystin í morgin! Haldið á, Ísland!" Undir þetta skrifar Malan Matras Joensen í Þórshöfn í Færeyjum.
mbl.is.
Það er gaman ,að erlendir fjölmiðlar skuli vera þetta jákvæðir Íslandi í handboltanum. Það koma jákvæðir straumar víða að til íslenska liðsins. Vonandi duga þessir straumar Íslandi til sigurs,þ.e. gera þann herslumun sem þarf til sigurs,þar eð liðið er gott.
Björgvin Guðmundsson
Ísland tekur Frakkar á bólið" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.