Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Frakkar Olympíumeistarar í handbolta
Frakkar unnu Íslendinga með 28:23 í úrslitaleik um gullið í handbolta í Peking í morgun.Íslendingar fengu silfrið,lentu í öðru sæti. Það er gífurlega góður árangur. Íslendingar voru ekki að ná sínu besta í úralitaleiknum.Það hefur sennilega orðið eitthvað spennufall hjá þeim eftir sigurinn gegn Spáni. Markvörður Frakka var gífurlega góður,varði mörg þrumuskot Íslendinga.
Íslendingar geta verið stoltir af silfrinu og voru greinilega með annað besta lið leikanna,sumir segja það besta ásamt Frökkum en í dag voru Frakkar betri.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.