Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Menningarnótt gekk vel
Aðgerðarstjórn Menningarnætur segir, að hátíðin hefði tekist ákaflega vel. Mikill fjöldi fólks var í miðborginni eftir miðnættið þegar formlegri dagskrá hátíðarinnar lauk.
Talsverð ölvun var lögregla segir engin alvarleg mál hafa komið upp. Lögregla var með mikinn viðbúnað í miðborginni.
Fundur aðgerðastjórnar Menningarnætur var haldinn klukkutíma eftir að
skipulagðri dagskrá hátíðarinnar lauk. Á fundinum voru fulltrúar lögreglu,
slökkviliðs, bráðamóttöku, björgunarsveita og fleiri. Í tilkynningu segir, að það sé mat aðgerðastjórnarinnar að þrátt fyrir rysjótt veðurlag hafi hátíðin
tekist einstaklega vel í alla staði ekki síst vegna þess jákvæða anda sem
einkenndi viðmót gesta hátíðarinnar.(mbl.is)
Ég lét mér nægja,að fara í menningarsúpu. Hún var mjög ljúffeng og gekk vel niður með heimabökuðu brauði og léttu víni.
Björgvin Guðmundsson
Menningarnótt tókst vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.