Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Á að birta gamlar trúnaðarupplýsingar í dagbókarformi?
Nokkrar deilur hafa orðið um birtingu á dagbók Matthíasar Jóhannessen,fyrrum ritstjóra Mbl.,vegna þess að þar er m.a. um viðkvæmar trúnaðarupplýsingar að ræða. Dagbókin birtist á vefnum.Meðal upplýsinga,sem birst hafa er frásögn af háum reikningi vegna sjúkrakostnaðar Guðrúnar heitinnar Katrínar forsetafrúar frá sjúkrahúsi í Bandaríkjunum.Er skýrt frá því í dagbókinni,að þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi fjallað um reikninginn og ekki vitað hvernig með ætti að fara.Fram hefur komið eftir,að upplýsingar þessar úr dagbókinni birtust,að Tryggingastofnun ríkisins hafi samþykkt sjúkrahúsmeðferð Guðrúnar Katrínar í Bandaríkjunum áður en hún hafi hafist.Í ljósi þess er furðulegt,að tveir ráðherrar hafi verið að tortryggja reikninginn,þegar hann barst, og enn furðulegra,að málið skuli hafa borist til eyrna Matthíasar Jóhannessen og ratað inn í dagbækur hans.Sjúkrahúsmeðferð er algert trúnaðarmál. Ég tel,að ekki hefði átt að birta opinberlega þessar upplýsingar úr dagbók Matthíasar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér......þetta er trúnaðarbrot og taktlaust...svo ekki sé meira sagt.
Hólmdís Hjartardóttir, 24.8.2008 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.