Olķa og gas į Drekasvęšinu

Össur Skarphéšinsson, išnašarrįšherra, segir allgóšar lķkur į aš finna megi olķu og gas į Drekasvęšinu noršaustur af landinu. Hann segir stór og lķtil fyrirtęki, ašallega frį nįgrannalöndum, hafa sżnt mikinn įhuga į žvķ.

Mikil vinna hefur nś žegar veriš lögš ķ aš rannsaka svęšiš og nś žykir stjórnvöldum hér tķmabęrt aš lįta į reyna, hvort įhugi sé į olķuleit og -vinnslu. Bošaš hefur veriš til kynningarrįšstefnu ķ Reykjavķk um Drekann ķ byrjun september, 80 žįtttakendur hafa žegar bošaš komu sķna og hefur įhugi fariš ört vaxandi undanfariš, segir išnašarrįšherra. Jafnframt hefur veriš kynnt opiš śtboš į leitar- og vinnsluleyfum.

Śtbošiš fer fram eigi sķšar en um mišjan janśar. Um 100 leyfi verša bošin śt. Össur segir gögn benda til, aš jaršlög į žessu svęši séu samskonar og viš Austur Gręnland žar sem žegar hefur fundist gas, og į olķuvinnslusvęšinu viš Vestur Noreg. Svęšiš er um 40 žśsund ferkķlómetrar aš stęrš. Hękkandi olķuverš og framfarir ķ leitar- og vinnslutękni eru helstu forsendur žess, aš lįtiš er į žetta reyna nś, en svęšiš er erfitt til vinnslu enda dżpi allt aš 2.000 metrum og illvišrasamt žar stóran hluta įrsins.
Opiš śtboš er nż ašferš viš śthlutun slķkra leyfa og hefur vakiš mikla athygli. Fjölmišlar, sérhęfšir ķ olķu-, orku- og višskiptamįlum hafa undanfariš fjallaš mikiš um žaš og viršist vera allnokkur įhugi į mįlinu vķša um heim.
Össur segir allar lķkur į aš žegar į nęsta įri verši hafin olķuleit į Drekasvęšinu, hins vegar hafi veriš įkvešiš aš ķslensk stjórnvöld muni ekki leggja įhęttufé ķ leitina, žvķ sé leitaš eftir įhuga erlendra fyrirtękja. Žessi įkvöršun hefur żtt frekar undir įhuga fjįrfesta og orkufyrirtękja, žar sem vķša um heim hefur veriš aš žrengjast um olķuvinnslu į vegum vestręnna fyrirtękja. Mešal annars ķ Afrķku og Venezuela hefur einkafyrirtękjum veriš gert erfišara fyrir og rķkisfyrirtęki lįtin sitja aš vinnslunni. Žaš žykir žvķ sérstaklega įhugavert aš Ķslendingar hyggist ekki reka eigiš olķufyrirtęki til leitar og vinnslu į Drekasvęšinu. Drekasvęšiš er į noršausturhorni efnahagslögsögunnar og heitir svo eftir landvęttinni į Austurlandi, drekanum sem er ķ skjaldarmerki Ķslands. (ruv.is)

Žaš eru góšar fréttir,aš miklar lķkur séu į olķu og gasi į drekasvęšinu. Össur išnašarįšherra er bjartsżnn og duglegur aš kynna mįliš erlendis. Žaš er ljóst,aš hann ętlar aš keyra žetta mįl įfram meš miklum krafti og žaš er vel.

 

Björgvin Gušmundsson

 

 

 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband