Mánudagur, 25. ágúst 2008
Hvað er Samfylkingin að gera í þessari ríkisstjórn?
Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni: Hvað er Samfylkingin að gera í þessari ríkissstjórn? Þar segir svo m.a.:
Hin stóru stefnumál jafnaðarmanna láta á sér standa í þessari ríkisstjórn.Samfylkingunni lá of mikið á að komast í stjórn,að hún gætti þess ekki að setja nægilega ströng skilyrði fyrir þáttöku í stjórninni.Þess vegna er eins og Samfylkingin verði að fara bónarveg að Sjálfstæðisflokknum,þegar hún vill leiðrétta kjör þeirra,sem verst eru settir.Kjósendur og óbreyttir liðsmenn fylgjast með. Þeir munu ekki láta hvað sem er yfir sig ganga í þessum efnum. Þeir vilja framgang þeirra umbóta fyrir aldraða og öryrkja,sem lofað var í kosningunum Framtíð ríkisstjórnarinnar veltur á því,að staðið verði við þessi loforð.
Björgvin Guðmundsson
í
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.