Íbúðalánasjóði verði ekki breytt í heildsölubanka

Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að útlánavextir sjóðsins verði óbreyttir. Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða áfram 4,9% en 5,4% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis.

Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs byggist á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa sem haldið var 22. ágúst 2008 ásamt vegnum fjármagnskostnaði uppgreiðslna ÍLS-veðbréfa. Vegnir vextir í útboðinu og uppgreiddra ÍLS-bréfa eru 4,44%.(mbl.is)

Það er ánægjulegt,að vextir Íbúðalánasjóðs skuli óbreyttir. Þetta eru lægstu vextirnir á  markaðnum og verður ekki nógu oft sagt,að það er lífsnauðsyn fyriir húsbyggjendur og íbúðakaupendur,að Íbúðalánasjóðue starfi áfram í óbreyttu formi,þ.e. honum verði ekki breytt  í heildsölubanka.Það er í lagi að hafa sérdeild um félagsleg lán  en sjóðurinn á að vera áfram með bein lán til húsbyggjenda og kaupenda ekki að  lána gegnum bankana.

 

Björgvin Guðmundsson

 

.


mbl.is Óbreyttir vextir hjá Íbúðalánasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband