Misfarið með umboð,misfarið með vald


Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, sagði á aukafundi borgarstjórnar , að mörgum borgarbúum líði þannig, að atkvæðin þeirra hafi verið hirt upp úr kjörkössunum og misnotuð í pólitískum   tilgangi.

„Borgarbúar hafa horft upp á það ítrekað að það hefur verið misfarið með umboð, misfarið með vald,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, á borgarstjórnafundinum þegar nýr meirhluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við. „Mörgum borgarbúum líður nú þannig að atkvæði þeirra hafi verið hirt upp úr kjörkössunum og misnotuð í pólitískum hráskinnaleik.“

Dagur sagði að í janúar, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk Ólaf F. Magnússon til liðs við sig hefði sýnt sig að hvergi hefði steytt á málefnum og hugsjónum. Örvæntingarfullur hópur fólks í borgarstjórnarhópi Sjálfstæðisflokksins hefði reynt að bjarga því sem bjargað varð með samvinnunni við Ólaf F.

„Allt sem sagt var í janúar hefur komið á daginn. Öll sú skömm sem þá var uppi hefur orðið að áhrínisorðum og sá leikur sem Sjálfstæðismenn létu sér sæma að leika gegn borgarbúum og Ólafi verður í sögunni dæmdur sem einn sá ljótasti sem um getur," sagði Dagur.

Borgarfulltrúi Framsóknar,Óskar Bergsson , hefði því miður ekki reynst hafa bein í nefinu, úthald og sjálfstraust til að standa við pólitísk markmið sem stjórnarandstaðan í borgarstjórninni kom sér saman um eftir síðustu meirihlutaskipti.

Því miður væri ekki hægt að kjósa strax aftur í Reykjavík, sagði Dagur. Nú væri ekki kjördagur en hinsvegar góður dagur til að meta með sjálfum sér hvort það eigi að skrifa upp á vinnubrögð af þessu tagi. „Verkefni Samfylkingarinnar í Reykjavík næstu tvö árin er að gera borgarbúa, hvar í flokki sem þeir standa, stolta af því að vera stuðningsmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík," sagði Dagur.

Ég tek undir með Degi,að leikur sá,er Sjálfstæðisflokkurinn hefur leikið í borgarstjórn með samstarfinu við Ólaf F. og hvernig þeir spörkuðu honum,þegar þeir voru búnir að nota hann,er einn sá ljótasti ,sem  um getur.

Björgvin Guðmundsson




<<


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband