Mánudagur, 25. ágúst 2008
Tímabært,að demokratar taki yfir Hvíta húsið
Flokksþing demokrata í Bandaríkjunum hefst í dag. Þá verður formlega ákveðið hver verði forsetaefni flokksins.Það verður Obama. Mun hann flytja ræðu,svo og varaforsetaefnið og Hillary Clinton.ýmsir héldu,að Clinton yrði varaforsetaefni en svo varð ekki.Hins vegar er talið víst,að hún verði ráðherra í stjórn Obama,nái hann kosningu.
Forsetakosningarnar verða mjög spennandi. Samkvæmt síðustiu skoðanakönnun er mjög mjótt á munum milli Obama og Mc Cain,forsetaefnis republikana.Það munar aðeins 3 prósentustigum. Vonandi sigrar Obama. Það er tími til kominn að hreinsa republikana út úr Hvíta húsinu og að demokratar flytji inn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.