Mánudagur, 25. ágúst 2008
Sumri hallar
Það er haustlegt um að litast og spáð votviðri út vikuna. Grunnskólar landsins tóku til starfa í dag og börnin streymdu út á göturnar í morgun reiðubúin að takast á við skólaárið. Þrátt fyrir súld er lofthiti enn of hár til að hægt sé að tala um haustveður, segir Þorsteinn V. Jónsson á Veðurstofu Íslands. Hann segir hinsvegar að helgarveðrið verði kaldara, eins konar inngangur að hausti.
Rúmlega fjögur þúsund börn voru að hefja skólagöngu sína í dag. Börnin á lóð Austurbæjarskóla í dag voru ekki í vafa um að sumarið væri búið.(mbl.is).
Það er ljóst,að sumri hallar. Hitinn er ekki eins mikill og áður en veðurfræðingar segja þó að haustið sé enn ekki komið. Sumarið er mjög stutt hér og mun styttra en á hinum Norðurlöndunum og hitinn er einnig mun meiri þar yfir hásumarið. En íslenska sumarið getur þó verið gott og á því
sumri,sem nú hallar,voru nokkrir mjög góðir kaflar.
Björgvin Guðmundsson
Inngangur að hausti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.