50 ár frá stofnun Æskulýðssambands Íslands

Á þessu ári eru 50 ár frá stofnun Æskulýðssambands Íslands en samtökin voru stofnuð 18.júní 1958.Meðal stofnaðila voru allar æskulýðshreyfingar stjórnmálaflokkanna,Samband ungra jafnaðarmanna,Samband ungra framsóknarmanna,Samband ungra sjálfstæðismanna og Æskulýðsfylkingin,samband ungra sósialista.Stúdentaráð Háskóla Íslands var einnig meðal stofnenda. Fyrsti formaður  Æskulýðssambandsins var  Júlíus  Jón Danielsson  en meðal annarra formanna hafa verið Bjarni Beinteinsson,Björgvin Guðmundsson,Ólafur Egilsson og Skúli Norðdahl.

Fyrir 4 árum voru stofnuð ný landssamtök æskulýðsfélaga,LÆF. Tóku þau að hluta til yfir starfsemi Æskulýðssambandsins.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband