Föstudagur, 29. ágúst 2008
Ráðin forstjóri Landspítala
Hulda Gunnlaugsdóttir, nýr forstjóri Landspítala, kemur til starfa 10. október en hún mun nota næstu vikur til að ganga frá starfslokum sínum sem forstjóri Aker háskólasjúkrahússins í Osló. Þetta kom fram á blaðamannafundi þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kynnti ráðningu Huldu.
Björn Zoega mun gegna starfi forstjóra Landspítala frá 1. september til 10. október. Frá og með 10. október verður Björn framkvæmdastjóri lækninga og mun jafnframt gegna hlutverki staðgengils forstjóra.
Hulda Gunnlaugsdóttir hefur verið forstjóri Aker háskólasjúkrahússins frá árinu 2005. Velta spítalans er um 3 milljarðar norskra króna eða um 45 milljarðar íslenskra króna og starfsmenn ríflega 4.100.(mbl.is)
Ég fagna því,að fagmaður skuli ráðinn forstjóri LHS.Það hefði verið freistandi fyrir Guðlaug Þór heilbrigðisráðherra að ráða einhvern flokksgæðing en hann stóðst þá freistingu og réði konu,sem hefur mikla reynslu af rekstri sjúkrastofnana í Noregi.Hulda,nýi forstjórin, hefur stjórnunarnám og hjúkrunarfræði sem bakgrunn menntunar og rekstur spítala í Noregi sem reynslu. Betra verður ekki á kosið.
Björgvin Guðmundsson
Nýr forstjóri LSH til starfa 10. október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.