Hefur Geir lausn á efnahagsmálunum?

Stutt haustþing hefst á Alþingi klukkan 13:30 á þriðjudag en gert er ráð fyrir að það standi í hálfan mánuð. Samkvæmt dagskrá, sem birt hefur verið á vef Alþingis er eina málið, sem rætt verður á mánudag, skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál.

Nýtt þing verður síðan sett í byrjun október og þá verður að venju lagt fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár.(mbl.is)

Ríkisstjórnin hefur sætt harðri gagnrýni að undanförnu fyrir aðgerðarleysi í efnahagsmálum. ASÍ segir,að það sé ekkert samráð um efnahagsmálin.þá sjaldan  fundur er haldinn er hann haldinn fyrir sjónvarpsmyndavélarnar en það gerist ekkert.Það er sama hljóð í fleiri aðilum vinnumarkaðarins og VG.Spurningin er sú hvort Geir verði með einhverja patentlausn upp í erminni þegar  hann gefur alþingi skýrslu um efnahagsmálin eftir helgi.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Geir flytur skýrslu um efnahagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband