Laugardagur, 30. ágúst 2008
Ætlar þingið ekkert að gera?
Alþingi kemur saman eftir helgi til stutts haustþings.Almenningur mænir til þingsins í trausti þess,að það geri eitthvað í efnahagsmálunum. Geir H. Haarde mun flytja þar skýrslu um efnahagsmálin. Hætt er við að þar verði aðeins greint frá því sem þegar hefur verið gert og hvers vegna ríkisstjórnin hafi ekki gert meira.Margir hagfræðingar telja best,að gera ekki neitt. Markaðurinn muni sjá um leiðréttingar. Það þýðir,að skerða eigi áfram lífskjörin og draga úr framkvæmdum með hæfilegu atvinnuleysi.Það er vitað að sumir hagfræðingar telja hæfilegt atvinnuleysi ágætt fyrir efnahagsmálin. Jafnaðarmenn eru ekki sammála þessu. Þeir vilja,að ríkisvaldið taki í taumana,þegar ástandið er eins og það er nú. Þeir vilja,að framkvæmdir séu auknar til þess að auka atvinnu og ráðstafanir gerðar til þess að draga úr verðbólgu. Jafnvel Bandaríkin,háborg kapitalismans,hefur látið ríkisvaldið skerast í leikinn að undanförnu. En ég er því miður hræddur um að hér geri alþingi ekki neitt og ríkisstjórnin ekki heldur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.