Laugardagur, 30. ágúst 2008
Foreldrar fá 260 millj. yfir 2 ár til þess að vera heima með börnum sínum
Leikskólaráð Reykjavíkur samþykkti í gær drög að reglum um greiðslur til foreldra sem eru heima með börn sín og nýta ekki leikskóla eða komast ekki að á þeim. Verkefnið var kynnt í meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks. Þá var framsóknarkonan Fanný Gunnarsdóttir mótfallin greiðslunum. Hún er nú varaformaður ráðsins og samþykkti þær á fundinum í gær.
Kostnaður við verkefnið er 260 milljónir sem dreifist á næstu tvö ár. Það verður tekið til endurskoðunar að ári liðnu.
Fanný segist ekki hafa skipt um skoðun frá því í vor þegar hún var mótfallin tillögunum. Ég var búin að lýsa yfir andstöðu við hugmyndina og ég er í prinsippinu ekki manneskja sem skiptir ótt og títt um skoðun. Hitt er að búið var að samþykkja verkefnið og það var einfaldlega komið það langt að það hefði verið ábyrgðarhluti að leggjast gegn því," segir Fanný.
Hún segir allan undirbúning hafa farið fram og því sé erfitt að hætta við. Svo verður maður að spyrja sig hver ábyrgð stjórnmálamanna sé. Þetta tekur gildi nú á mánudaginn og foreldrar hafa eflaust margir hverjir gert ráð fyrir þessari greiðslu í sínum áætlunum. Á þá bara að hætta við með þriggja daga fyrirvara?"
Upphaflega var gert ráð fyrir að einungis foreldrar með börn á biðlistum gætu fengið heimgreiðslurnar. Nú hafa foreldrar val um greiðslurnar fram til 24 mánaða aldurs barns, óháð biðlistum.
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, fulltrúi Samfylkingar í leikskólaráði, segir heimgreiðslurnar vera gríðarlega afturför í jafnréttismálum. Reynsla Norðmanna sýnir að þetta eru kvennagildrur. Vandinn er mikill og við viljum leysa hann á ábyrgan hátt til frambúðar. Hraða uppbyggingunni, lækka leikskólaldur og lengja fæðingarorlofið til dæmis," segir Bryndís.
Hún segir nær að nýta 260 milljónirnar í uppbyggingu í leikskólamálum. Þarna fara gríðarlega miklir peningar til margra og nær væri að byggja upp leikskólana, fjölga starfsfólki og bæta þjónustuna."( ´visir.is)
Ég er hlynntur heimagreiðslum til forseldra sem vilja vera heima með börn sín. Ég tel,að forseldrar eigi að ráða því hvort þeir senda börn sín í leikskóla til þess að báðir foreldrar geti verið utan heimilis að vinna eða hvort þeir kjósa að vera heima,t.d. annað forseldrið til þess að sinna börnum sínum .Raunar tel ég æskilegt,að annað forseldrið sé heima með barni eða börnium meðan þau eru ung.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.