Er Bjarni Ben.framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins?

Það vakti athygli mína,þegar ég hlustaði á þáttinn í vikulokin á RUV í morgun hvað Bjarni Benediktsson,alþingismaður,var skeleggur  í tali. Þarna var kominn fram  nýr Bjarni Benediktsson.Sá fyrri var mjög hógvær  og varkár í tali.En sá nýi,sem birtist í morgun var mjög ákveðinn og skeleggur. Hann svaraði  öllum spurningum mjög   ákveðið. Það vafðist ekki fyrir honum hver stefnan væri í hverju máli. Hann sagði,að Sjálfstæðisflokkurinn vildi stóriðju og umhverfisvernd. Þetta gæti farið saman. Og hann sagði,að núna  væri mikilvægt að nýta orku landsmanna sem mest.Hann gaf til kynna,að það gæti bjargað okkur í efnahagserfiðleikum og  hann var ekki í vafa um að við ættum að nýta stóriðju til fulls. Mér fannst sem þarna væri kominn framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins.

 

Björgvin Guðmundsson

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá vitum við hvað gerist ef hann kemst til valda í Sjálfstæðisflokknum,N1 fær öll bensín og olíu viðskipti við ríkið

Res (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband