Þorgerður Katrín vill ráðstafanir gegn atvinnuleysi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, segir að ríkisstjórnin muni beita sveigjanlegum stjórntækjum til að berjast gegn því að atvinnuleysi verði með haustinu. Atvinnuleysi sé það versta sem gangi yfir hverja þjóð.

Þorgerður segir að ríkisstjórnin hafi síður en svo verið aðgerðarlaus í efnahagsmálum hingað til. En nú þurfi að bregðast við því að atvinnuleysi kunni að fara að láta á sér kræla.Það sé ekki að ástæðulausu sem íslenska ríkið hafi greitt niður skuldir ríkissjóðs á undanförnum árum. Markvisst hafi verið að safna í forðabúr til að nota þegar þess sé þörf.

Ég fagna þessum ummælum Þorgerðar Katrínar.Ég þykist viss um að ráðherrar Samfylkingarinnar verði á sömu línu. Það ætti því að vera unnt að gera ráðstafanir gegn atvinnuleysi enda þótt líklegt sé,að Seðlabankinn sé því andvígur og margir hagfræðingar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband