Þriðjudagur, 2. september 2008
Hörður Óskarsson látinn
Útför Harðar Óskarsssonar prentara og knattspyrnukappa var gerð frá Fríkirkjunni í dag.Hörður var mjög góður iðnaðarmaður og setti m.a. flestar bækur Halldórs Laxness en skáldið óskaði sérstaklega eftir því að Hörður setti bækur hans.Hörður lék um langt skeið með meistaraflokki KR
i knattspyrnu. Var hann mjög flínkur knattaspyrnumaður,var lengst af í framlínunni og skoraði mörkin. Hann var lengi fyrirliði liðsins. Einnig lék hann oft með landsliðinu. Hörður var stjarna í fótbolta um langt skeið. Hörður var einlægur jafnaðarmaður og starfaði mikið í Alþýðuflokknum.Hann var mjög kappsamur í starfi fyrir Alþýðuflokkinn eins og í knattspyrnunni.
Ég votta eftirlifandi konu Harðar og dóttur samúð mína vegna fráfalls hans.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.