Þriðjudagur, 2. september 2008
Borgarstjórn:Ólafur F. sakar Vilhjálm um svik
Ólafur F. Magnússon fyrrverandi borgarstjóri jós svívirðingum yfir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson forseta borgarstjórnar úr ræðustól í ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
Til umræðu var tillaga Ólafs um að gengið yrði til kosninga um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri.
Ólafur sagði Vilhjálm í hjarta sínu vera þeirrar skoðunar að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni.
"En Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson stendur yfirleitt ekki við orð sín. Hann nánast grátbað mig um að koma í samstarf með Sjálfstæðisflokknum og gaf mér drengskaparheit sitt fyrir því að það samstarf yrði ekki rofið.
Það er ekkert að marka orð þín borgarfulltrúi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Ég bíð spenntur eftir því að sjá hvaða dúsu þú færð fyrir svik þín við mig.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur tekið hagsmuni og völd fram yfir eigin sannfæringu...Hann hefur verið niðurlægður af samherjum sínum," sagði Ólafur meðal annars í ræðu sinni.
Vilhjálmur steig skömmu síðar sjálfur upp í pontu og svaraði fyrir sig.
"Það er hreint ótrúlegt að hlusta á Ólaf hreyta fúkyrðum í minn garð.
Ummæli hans dæma sig sjálf og ætla ég ekki að hreyta í hann fúkyrðum á móti. Við höfum ekki verið sammála um allt en tal um svik og brigls er út í hött.
Það er ekki sæmandi fyrrverandi borgarstjóra að tala með þessum hætti," var á meðal þess sem Vilhjálmur sagði í svari sínu.
Hvað tillögu Ólafs varðar þá lagði Hanna Birna Kristjánsdóttir til að henni yrði vísað frá.
Sú tillaga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema Ólafs F. Magnússonar.(visir.is)
Ljóst er,að það eru engir kærleiklar með Ólafi F. og Vilhjálmi um þessar mundir. Ólafur telur Vihjálm hafa svikið sig með því að sparka sér úr embætti borgarstjóra. En áður hafði
Ólafur F. svikið Dag B.Eggertsson.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og skrípaleikurinn heldur áfram. Þurfa ekki bara allir að hætta og ráða nýtt lið inn?
Halla Rut , 2.9.2008 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.