Miðvikudagur, 3. september 2008
Býður Ingibjörg sig fram sem forseti ASÍ?
Stjórnir VR og LÍV, Landssambands íslenskra verzlunarmanna, skora á Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur, formann LÍV og varaforseta ASÍ, að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands en kosið verður á ársfundi sambandsins í október.
Grétar Þorsteinsson, núverandi forseti, hefur lýst því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu.
Fram kemur í tilkynningu, að Ingibjörg hafi starfað í verkalýðshreyfingunni í áratugi, verið formaður LÍV frá árinu 1989 og varaforseti ASÍ alls í 13 ár. Hún sé eina konan, sem kjörin hafi verið formaður landssambands innan ASÍ og myndi kosning hennar í embætti forseta brjóta blað í sögu verkalýðshreyfingarinnar( mbl.is)
Ingibjörg mundi svo sannarlega sóma sér vel í embætti forseta ASÍ og hún mundi örugglega valda embættinu vel. Talið er,að Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ muni bjóða sig fram. Hann er einnig mjög góður kostur. Hann er mjög vel að sér um öll kjaramál ,þekkir málin út og inn og er mjög skeleggur málsvari ASÍ. Sennilega er hann ögn betri kostur þó erfitt sé að gera upp á milli tveggja góðra kosta.
Björgvin Guðmundsson
Skorað á Ingibjörgu að gefa kost á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.