Jákvæð viðbrögð við gjaldeyrisláni

Efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar hefur verið beðið með nokkurri óþreyju, ekki síst af hálfu markaðarins bæði heima og erlendis. Óhætt er að segja að viðbrögðin hafi verið jákvæð þegar fréttirnar um lánið spurðust til Lundúna.

Elizabeth Gruié, sérfræðingur hjá BNP Paribas, segir þetta gleðitíðindi sem beðið hafi verið eftir með eftirvæntingu. Markaðurinn hefði nánast gefið upp vonina um að svona færi en þessi innspýting verði vel þegin. Og Gruié tekur ekki undir þá gagnrýni að íslensks stjórnvöld hafi farið sér óþarflega hægt í að grípa til aðgerða í efnahagsmálum.

Þróun gjaldmiðlaviðskipta sýni að ríkisstjórnin hafi gert allt rétt til þessa; frá því hún gerði skiptisamninga við norrænu bankana. Það hafi verið mikilvæg ákvörðun. Þessi leið hafi reynst hagstæðari fyrir markaðina þó að þróunin hafi verið hæg. Hún telji það vera réttu leiðina að taka sér tíma.

Áhrifanna af lántökunni ætti að vera skammt að bíða að mati sérfræðings fjárfestingabankans franska. Raunar gætti þeirra þegar í dag því gengi krónunnar styrktist gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum.
Gruié segir að framhaldinu geti skuldatryggingaálag lækkað sem myndi þá auðvelda bönkunum að taka lán á hagstæðari kjörum. (ruv.is)

Það er gott,að viðbr0gð við gjaldeyrisláni skuli jákvæð.En betur má  ef duga skal. Nú þarf ríkisstjórnin að gera ráðstafanir gegn atvinnuleysi.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband