Miðvikudagur, 3. september 2008
"Við ætlum að leiðrétta þetta misrétti"
Samfylkingin sagði fyrir síðustu alþingiskosningar,að ójöfnuður hefði aukist í samfélaginu og lífeyrir eldri borgara hefði ekki fylgt launavísitölu.Aldraðir hefði því ekki fengið sömu kjarabætur og aðrir hópar ( gliðnunin).Síðan sagði: Samfylkingin ætlar að leiðtétta þetta misrétti og vinna að því að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði lífeyrisþega eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands.Í kjaramálum lagði Samfylkingin mesta áherslu á þetta atriði, meira en að draga úr tekjutengingum enda þótt þær skipti einnig miklu máli.En ekkert hefur enn verið gert til þess að leiðrétta misréttið.Ekkert hefur verið gert til þess að draga úr gliðnuninni.Þvert á móti hefur hún aukist. Lífeyrir aldraðra var 100 % af lágmarkslaunum sl. ár en nú er lífeyrir aldraðra 93,74% af lágmarkslaunum.. Gliðnunin hefur því aukist.Hvað er hér að gerast? Hvað er Samfylkingin að hugsa? Lætur hún Sjálfstæðisflokkinn ráða ferðinni í lífeyrismálum? Er það ef til vill fjármálaráðherrann sem ræður?
Björgvin Giðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.