Það vantar lágvöruverðsverslun i Grafarholti

Grafarholtið er eitt af nýrri  hverfum borgarinnar.Hverfið hefur byggst hratt upp og m.a. er mikið af barnafólki í hverfinu. Í stórum dráttum er þjónusta góð í hverfinu en  einn galli er á: Það vantar tilfinnanlega lágvöruverðsverslun í hverfinu.Kaupás er með tvær verslanir  þarna,Nóatún og  11/11.Þetta eru ágætar verslanir sérstaklega Nóatún en  þar er vöruúrval mikið og gott en verðið er í hærri kantinum.Nú þegar harðnar á dalnum finnst fólki tilfinnanlega vanta lágvöruverðsverslun  í Grafarholti. Það er Bónus verslun á Spöng í Grafarvogi en það er nokkuð langt að fara þangað fyrir Grafarholtsbúa.Bónus,Krónan eða Netto þyrfti því að setja upp verslun í Grafarholti. Raunar vekur það furðu að ekki skuli hafa verið sett upp slík verslun í hverfinu. Í Norðlingaholti,sem byggðist seinna en Grafarholt er þegar komin Bónus búð. Sagan segir,að eitthvert samkomulag hafi verið gert á bak við tjöldin um að ekki yrðu settar upp aðrar verslanir en Nóatún ( Kaupás) í Grafarholti.Því verður ekki trúað að slíkt samkomulag hafi verið gert. Það væri brot a öllum reglum um frjálsa samkeppni. Ég skora á   Bónus eða Krónuna  að setja upp verslun í Grafarholti.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

bráðlega mun stærsta Bónusverslun landsins opna í nýju verslunarmiðstöðinni

við Vesturlandsveg,(þar sem rúmfatalegerinn verður)   :)

Gunnar (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 14:45

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Baugur móðgaðist þegar R-listinn sveik samkomulag og leyfði Kaupási að reisa Nóatúnsverslun í hverfinu og hefndu sín þar með á húsasmíðameistara sem er Sjálfstæðismaður og átti verslunarhúsnæði í Grafarholti.

Spurðu vini þín úr R-lista um sannleiksgildi orða minna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.9.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband