Miðvikudagur, 3. september 2008
Er komin kreppa?
Miklar umræður urðu um efnahagsmál á alþingi í gær. Geir Haarde forsætisráðherra skýrði frá því að ríkið væri að taka 30 milljarða gjaldeyrislán til þess að styrkja gjaldeyrisforðann.Einnig skýrði hann frá frekari ráðstöfunum í sama skyni.Enginn vafi er á því,að ríkisstjórnin hefur styrkt stöðu sína með því að taka umrætt lán. Ríkisstjórnin hefur sætt harðri gagnrýni fyrir aðgerðarleysi í efnahagsmálum en hún hefuir nú að mesta rekið af sér slyðruorðið.
Stjórnin á þó eftir að gera ráðstafanir til þess að sporna gegn yfirvofandi atvinnuleysi. Auka þarf framkvamkvæmdir ríkisins í þessu skyni.Þess verður nú vart,að samdráttur er mikill í íslensku efnahagslífi. En það er ekki komin kreppa. Það er samdráttur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.