Miðvikudagur, 3. september 2008
Tekist á um stóriðju á alþingi
Öll orkan á Íslandi er frátekin fyrir tvö til tvö og hálft álver næstu árin ef stefna ríkisstjórnarinnar gengur eftir, fullyrti formaður Vinstri grænna á Alþingi í dag og sakaði Samfylkinguna um svikin loforð. Á sama tíma hafni þjóðin fleiri álverum. Ríkisstjórnin styður álver á Bakka.
Steingrímur J Sigfússon, formaður vinstri grænna, hóf umræðuna með því að benda á misvísandi yfirlýsingar ráðamanna um stóriðju fyrir og eftir kosningar. Hann vildi fá að vita hvort það væri stefna ríkisstjórnarinnar, og þar með Samfylkingarinnar, að byggja upp frekari stóriðju þrátt fyrir kosningaloforð og aðrar yfirlýsingar ráðamanna.
Hvað á að virkja til að útvega orku fyrir allar þessar stóriðjur, spurði Steingrímur, verður það neðri Þjórsá, Skjálfandafljót og jökulárnar í Skagafirði? Veruleikinn sé að búið sé að taka frá alla orku fyrir álver og ekkert annað.
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, lýsti stuðningi ríkisstjórnarinnar við álver á Bakka, kvaðst andvígur olíuhreinsistöð á Vestfjörðum en vildi ekki gefa upp afstöðu sína til virkjana í neðri hluta Þjórsár. Hann ítrekaði að ekki verður farið inn á óröskuð svæði. Ríkisstjórnin haldi áfram að byggja upp íslenskt atvinnulíf með því að nýta auðlindir af varúð og skynsemi en líka af mikilli umhyggju fyrir náttúrunni sjálfri. (ruv.is)
Mörgum finnst,að lítið hafi breytst í stóriðjumálum frá því fyrir kosningar.Stjórnvöld eru áfram með stóriðju.Samfylkingin hefur að vísu knúið það fram,að ekki verður farið inn á óröskuð svæði.Enn er allt óráðið með það hvort virkjað verður í neðri Þjórsá.Ég tel,að helmingslíkur séu á því að það verði gert.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vona að þú hafir hlýtt á spjallið við Jónas Haralz í Speglinum á Rúv. í kvöld. Hafirðu misst af því vona ég að það sé aðgengilegt á netinu og vil benda þér mjög eindregið á að missa ekki af því. Þar komu fram viðhorf hans til margra veigamikilla pólitískra deilumála sem átökum hafa valdið mörg síðustu missirin. Ég tek mikið mark á þessum reynslumikla hagfræðingi og tel að öllum sé hollt að gaumgæfa viðhorf hans nú. Mér sýnist nefnilega margir vera ráðvilltir og óttast að þá verði gripið til vanhugsaðra skyndilausna.
Kv.
Árni Gunnarsson, 4.9.2008 kl. 01:04
Það er beinlínis hlægilegt að hlusta á Steingrím Sigfússon.
Í fyrsta lagi hefur heilmikið breyst við komu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn.
Í öðru lagi talar Steingrímur eins og Samfylkingin sé flokkur hans og eigi að gera allt eins og hann vill. Til að hafa áhrif inni í Samfylkingunni þarf maður nefnilega að vera í henni. Þannig reynir Samfylkingin að vinna. Ekki eins og VG þar sem þingflokkurinn hefur allt önnur viðhorf á sumum málum en hinn almenni flokksmaður.
Steingrímur reynir svo að berja fylgið sitt á bak við sig með gýfuryrðum, sem eru oft innantóm (til að mynda um lánið sem stjórnin áti að taka), og reglulegum árásum á á Framsókn og Samfylkinguna.
Jón Halldór Guðmundsson, 4.9.2008 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.