Fimmtudagur, 4. september 2008
Söruh Palin vel fagnað hjá Republikönum
Söruh Palin, varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, var afar vel fagnað þegar hún flutti aðalræðuna á þriðja degi flokksþings repúblikana í St. Paul í nótt. Lýsti hún sér sem utanbæjarmanni sem ætlaði til í Washington til að breyta hlutunum.
Ég er ekki hluti af pólitíska valdakerfinu og hef lært fljótt á síðustu dögum, að þeir sem eru ekki innundir þar telja sumir fjölmiðlar þá ekki hæfa fyrir þá einu ástæðu," sagði Palin, sem þurft hefur að fást við ýmsar upplýsingar um fortíð sína.
En hér er lítil frétt fyrir þessa blaðamenn og umræðustjórnendur. Ég er ekki á leið til Washington til að spyrja þá álits - Ég er á leið til Washington til að þjóna bandarísku þjóðinni."
Demókratar hafa velt því fyrir sér hvort Palin búi yfir nægri reynslu til að þjóna sem varaforseti hjartslætti" frá forsetaembættinu. Palin sagðist hins vegar búa yfir mikilli stjórnunarreynslu.
Svona lít ég á það val, sem bandarískir kjósendur standa frammi fyrir. Í stjórnmálum eru frambjóðendur sem nota breytingar til að koma sjálfum sér á framfæri. Svo eru aðrir frambjóðendur, eins og John McCain, sem nota eigin feril til að koma á breytingum," sagði Palin og var greinilega að vísa til Barack Obama, frambjóðanda demókrata.
McCann fagnaði Palin eftir ræðuna og frammámenn í flokknum hrósuðu henni. Rudolph Giuliani, sem sóttist um tíma eftir útnefningu flokksins, sagði að Palin væri fulltrúi nýrrar kynslóðar og hefði meiri stjórnunarreynslu en allir frambjóðendur demókrataflokksins. (mbl.is)
Fjölmiðlar í USA hafa reynt að gera Palin tortrygglega m.a. . dregið dóttur hennar inn kosningabaráttuna. Það er á lágu plani. Palin er ung en ef til vill spjarar hún sig.
Björgvin Guðmundsson
Palin afar vel fagnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.