Verðmerkingar í ólagi i matvöruverslunum

Neytendastofa gerði í ágúst könnun á ástandi verðmerkinga í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í 77 verslanir og af þeim voru engar athugasemdir gerðar við verðmerkingar í 6 verslunum.  Segir Neytendastofa að mmargar kvartanir hafi borist vegna slæmra verðmerkinga í matvöruverslunum og því hafi ekki komið á óvart að könnunin skyldi leiða í ljós að ástandi verðmerkinga í matvöruverslunum sé almennt ábótavant. 

Í verslununum voru valdar af handahófi 25 vörur í hverri verslun. Heildarúrtak könnunarinnar var því 1925 vörur. Kannað var hvort vörurnar væru verðmerktar og hvort verðmerking á hillu samræmdist verði í kassa.

Verslanirnar sex þar sem engar athugasemdir voru gerðar, eru 11-11 Grensásvegi, 11-11 Grafarholti, 11-11 Þverbrekku, Krónan Háholti, Nóatún Hringbraut og Samkaup Búðakór. Athugasemdir í öðrum verslunum voru misjafnlega margar, allt frá einni athugasemd í 19 af þeim 25 vörum sem skoðaðar voru.

Verst var ástand verðmerkinga í verslunum 10-11 Borgartúni, 10-11 Lyngási, 10-11 Staðarbergi og 10-11 Firði þar sem hlutfall athugasemda vegna verðmerkinga var yfir 50%.

Heildarniðurstöður könnunarinnar eru þær að af vörunum 1.925 voru verðmerkingar í ólagi í 16% tilvika. Til samanburðar voru verðmerkingar í 12,2% tilvika í ólagi í könnun, sem gerð var 2006 og 5,2% árið 2005.

Í kjölfar könnunarinnar hyggst Neytendastofa senda öllum verslunarkeðjum bréf þar sem greint er frá ástandi í hverri og einni verslun. Könnuninni verður fylgt eftir og ef þurfa þykir teknar ákvarðanir um hugsanleg viðurlög vegna slæms ástands verðmerkinga. ( mbl.is)

Ég fagna því að Neytendastofa skuli taka fyrir verðmerkingar í verslunum. En ég vil benda á annað atriði: Upplýsingum um  framleiðsludag og síðasta söludag er mjög  ábótavant.T.d. eru engar slíkar merkingar á nýjum ávöxtum. Það er engin leið að sjá hvort eppli og appelsínur séu framleiddar á þessu ári eða sl. ári og ekkert unnt að sjá um síðasta söludag. Þessu þarf að kippa í liðinn.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Verðmerkingum ábótavant í matvörubúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband