Kosningaloforð við eldri borgara svikin

´Fyrir síðustu alþingiskosningar lofuðu stjórnarflokkarnir  þeim eldri borgurum,sem hættir væru störfum, miklum kjarabótum.Ekki hefur  verið staðið við þessi kosningaloforð.Það eru 16 mánuðir liðnir frá kosningum en samt er ekki farið að efna þessi loforð.Ég tel,að það hefði átt að efna þessi loforð strax eftir kosningar. Það hefði átt að samþykkja þær kjarabætur ,sem lofað var,strax á sumarþinginu 2007.

Ríkisstjórnin hefur aðeins sinnt þeim eldri borgurum,sem eru á vinnumarkaðnum    en  "gleymt" hinum.Það eina,sem hefur verið gert fyrir þá,sem hættir eru að vinna er að samþykkja uppbót á eftirlaun fyrir lítinn hóp eldri borgara,sem ekki hafa verið í lífeyrissjóði. Þeir fá nú 8 þús. í uppbót á mánuði eftir skatta  og skerðingar.Um það bil 2/3 eldri borgara eru hættir störfum og hafa ekki fengið þær kjarabætur,sem lofað var. Krafan  er sú,að staðið verði við loforðin og það strax.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband