Bankarnir skulda 8400 milljarða erlendis

Nýjar tölur Seðlabankans um skuldir Íslendinga erlendis eru ógnvekjandi. Íslendingar skulda rúmlega 10000 milljarða  erlendis  en eignir á móti eru  um 8000 milljarðar. Hefur hrein staða við útlönd versnað um 27 milljarða og nemur 2100 milljörðum í skuld.Af skuldum Íslendinga skulda bankarnir mest eða 8400 milljarða en á móti  koma eignir upp á  rúmlega 6000 milljarða.Það eru þessar gífurlegu skuldir bankanna  sem skapa hættuástand þeirra,þar eð erfitt er í dag að fá fjármagn til endurfjármögunar,a.m.k. á góðum  kjörum.Bankarnir hafa farið mjög óvarlega í lántökum  erlendis.Þeir geta ekki reiknað með því að skattgreiðendur komi þeim til hjálpar. Stjórnendur bankanna ættu að byrja á því að lækka sín laun og kaupréttarssamninga. Þar er um hömlulaust bruðl að ræða. Glitnir hefur þar gengið á undan með góðu fordæmi en hinir bankarnir hafa ekki einu sinni sýnt lit.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

amm.. Enda er glitnir liklegasti bankinn til ad fara a hausinn.

Kristjan (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband