Þá var kreppa

Hér er saga úr kreppunni fyrir stríð ( 1930-1940):

Heimilisfaðirinn er hafnarverkamaður  í Reykjavík.Hann er atvinnulaus,það er  gífurlega miiklð atvinnuleysi. Það eru engar atvinnuleysisbætur.Menn verða að bjarga sér.Þegar allt um þrýtur  lætur sveitarfélagið einhverja smáaura í fátækrastyrk.En stoltið er mikið og heldur aftur af mönnum að taka við slíku. Heimilisfaðirinn atvinnulausi segir við konu sína: Ég ætla að skreppa niður á höfn og trolla kol. Það falla stundum kol í höfnina og hann reynir að ná þeim upp með handtolli. Ef hann er heppinn fær hann kol og getur selt þau fyrir mat. Þetta er kreppa. En það en engin kreppa í dag.Og það er undarlegt að heyra menntaða menn tala um að það sé kreppa í dag.

I hagfræðinni er fjallað um hagsveiflur:Þenslu,verðbólgu,samdrátt og kreppu. Þensla er undanfari verðbólgu og samdráttur  er undanfari kreppu. Það er samdráttur núna og vissulega getur hann leitt til kreppu.En allt bendir þó til þess að við munum komast út úr þessu samdráttarskeiði  án þess að hér verði stórfellt atvinnuleysi og kreppa skelli á.Margir hafa riðið nokkuð hratt í góðærinu,keypt  stóra jeppa,sem þeir höfðu ekki efni á,eytt um efni fram þrátt fyrir miklar tekjur. Þó þeir verði nú að sleppa jeppanum og láta sér nægja einn bil er engin kreppa.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Orð í tíma töluð, frábært!

corvus corax, 6.9.2008 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband