Fjölmenni við útför Sigurbjörns Einarssonar

Útför Sigurbjörns Einarssonar, biskups, hófst klukkan 14  í Hallgrímskirkju í Reykjavík að viðstöddum forseta Íslands, forsætisráðherra og öðrum ráðherrum, prestum þjóðkirkjunnar, fulltrúum íslenskra safnaða og erlendum gestum. 

Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, jarðsöng.. Athöfninni var bæði útvarpað á Rás 1 og sjónvarpað í Sjónvarpinu.

Um 1100 manns höfðu fyrr í dag ritað nafn sitt í minningarbók, sem lá frammi vegna andláts  Sigurbjörns, sem  andaðist 28. ágúst síðastliðinn, 97 ára að aldri. Jarðsett var í Fossvogskirkjugarði.(mbl.is)

 

Útförin var falleg en látlaus. Sigurbjörn hafði óskað eftir því að athöfnin yrði látlaus og að ekki yrði fjallað eingöngu um hann heldur Jesú Krist og upprisuna. Eftir því var farið. Ræða sr. Jóns  Dalbú var mjög góð. Hann sagði,að þegar Sr. Sigurbjörn hefði talað þá hefði verið hlustað og það er rétt. Sr Sigurbjörn var áhrifaríkur kennimaður en hann var mikið meira.Hann hafði ríka réttlætiskennd.Hann var jafnaðarmaður,var í framboði fyrir Alþýðuflokkinn,barðist gegn hersetu á Íslandi  og lét mörg þjóðfélagsmál til sín taka.Sr. Sigurbjörn var mjög merkur maður.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Sigurbjörn Einarsson jarðsunginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband