Flóttamenn velkomnir til Akraness

Flóttamennirnir frá Palestínu eru væntanlæegir til Akraness n.k.þriðjudag.Er öllum undirbúningi að komu þeirra lokið og þar á meðal er búið að útvega húsnæði fyrir þá alla. Nokkrar deilur urðu á Akranesi,þegar mál þetta kom fyrst upp. Magnús Hafsteinsson,varaforamaður frjálslyndra  gerði alvarlegar athugasemdir við komu flóttamannanna.Voru athugasemdir hans túlkaðar svo,að hann væri andvígur því að' taka á móti flóttamönnunum til Akraness. En  bæjarstjóri og bæjarstjórn Akraness samþykkti að taka á móti flóttamönnunum og svo virðist sem bæjarbúar séu    ánægðir með komu þeirra. Ég tel,að það sé gott er Ísland getur tekið á móti erlendum  flóttamönnum,sem hvergi eiga athvarf.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband