Mánudagur, 8. september 2008
Bandaríkjastjórn yfirtekur húsnæðislánastofnanir í USA.Stöndum vörð um Íbúðalánasjóð
George Bush, Bandaríkjaforseti, segir að nauðsynlegt hafi verið að fjármálaráðuneytið tæki yfir rekstur húsnæðislánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac, því staða þeirra hefði ógnað fjármálakerfinu. Því hefði verið óhjákvæmilegt að taka þau yfir, taka til í rekstri þeirra og skjóta styrkari stoðum undir reksturinn.
Bush segir um bráðabirgðaráðstöfun að ræða. Lánasjóðirnir eiga eða ábyrgjast um helming allra fasteignalána í Bandaríkjunum. Bandarísk yfirvöld hafa sjaldan eða aldrei þurft að koma jafn stórum fyrirtækjum til bjargar. Þau römbuðu á barmi gjaldþrots eftir að hafa tapað um 14 miljörðum dollara undanfarið ár.
Henry Paulson tilkynnti um yfirtökuna í gær. Tveir gamalreyndir bankamenn hafa tekið við stjórn fyrirtækjanna.
Hlutabréf snarhækkuðu í verði á Asíumörkuðum í nótt eftir að tilkynnt var um yfirtökuna. Japanska Nikkei vísitalan hefur hækkað um 3,6%, í Seul er hækkunin 4,7%. Reiknað er hækkun í Evrópu og vestanhafs í dag.(ruv.is)
Það er athyglisvert,að það skuli gerast í háborg kapitalismans,að ríkið yfirtaki húsnæðislánasjóði.Hér er unnið að því öllum árum að koma húsnæðismálastofnun í hendur einkaaðila,bankanna.Það hefði heyrst hljóð úr horni,ef slikt skref hefði verið stigið hér og nú hefur verið stigið í Bandaríkjunum. Mér skilst einnig,að um einhverja ríkisábyrgð sé að ræða í Bandaríkjunum á vissum húsnæðislánum,nokkuð sem er fordæmt hér.Dæmið frá Bandaríkjunum sýnir okkur einfaldlega að stjórnvöld þar gera það sem nauðsynlegt er að gera til þess að tryggja hagsmuni húsbyggjenda þar og hið sama eiga stjórnvöld að gera hér. Við getum áreiðanlega fengið undanþágu hjá ESA fyrir ríkisábyrgð á húsnæðislán ef við teljum það nauðsynlegt.Og við þurfum ekki að breyta Íbúðalánasjóði neitt.Hann getur áfram starfað í óbreyttu formi.Við þurfum engan heildsölubanka um húsnæðislán.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.