Hlutabréf hækka,krónan hækkar

Hlutabréfavísitölur hafa rokið upp á öllum Norðurlöndunum í morgun og gengi krónunnar hefur einnig styrkst. Gengi krónunnar hefur styrkst um 1,25% það sem af er degi. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,79% en SPRON hefur hækkað um 10,77%, Century Aluminum 6,25%, Exista 5,65% og Landsbankinn um 3,91%. Einungis eitt félag hefur lækkað í kauphöllinni, Eimskip um 0,32%.

Í Ósló hefur hlutabréfavísitalan hækkað um 4,21%, Kaupmannahöfn 3,67%, Stokkhólmur um 4,9% og Helsinki um 3,95%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur hækkað um 3,78%.

Gengisvísitalan var 164,60 stig þegar viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði klukkan 9:15 í morgun en er nú 162,55 stig. Bandaríkjadalur stendur í 87,25 krónum, pundið er 153,40 krónur og evran 123,65 krónur. Veltan á millibankamarkaði er komin í 10,9 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.(mbl.is)

Þetta eru ánægjulegar fréttir.Ástæðan er inngrip ríkisins í Bandaríkjunum í markaðinn.Ef til vill gætu stjórnvöld hér beitt handafli til þess að hækka krónuna,lækka verðbólgu og lækka vexti.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Markaðir á uppleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eru þessar góðu fréttir ekki staðfesting á því hvað aðgerðarleysisstefnan sem kennd hefur verið við „lasser faire“ getur verið röng?

Að ríkisstjórn aðhafist ekkert er jafnvel verra en að gera e-ð sem kann kannski að orka tvímælis. Nú er að bíða og vona að „Eyjólfur hressist“.

Of veikur gjaldmiðill hefur gríðarlega mikla erfiðleika í för með sér í rekstri fyrirtækja. Vonandi er að fyrirtæki landsins rétti sig aftur að nýju og að þessir verstu erfiðleikar séu að baki.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.9.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband