Mánudagur, 8. september 2008
Gæti íslenskur banki orðið gjaldþrota?
Umræðan um íslenska banka og fjármálastofnanir er nú kominn á það stig,að menn ræða opinskátt um það,að íslenskur banki gæti orðið gjaldþrota. Nýlega voru birtar tölur um skuldir bankanna erlendis og eignir á móti. Menn hrukku við þegar þeir sáu hve´ gífurlega miklar skuldirnar eru en eignir eru að vísu miklar á móti.Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar,að það getur oft verið erfitt að koma eignunum í verð. Allt veltur á því hvernig bönkunum gengur að endurfjármagna sig.Það er erfitt um þessar mundir nema með gífurlegum kostnað.
Hvað gerist,ef einhver íslenskur banki kemst í veruleg vandræði,getur ekki greitt af erlendum skuldum sínum og við blasir þrot? Á íslenska ríkið þá að koma honum til bjargar? Margir segja nei. Bankarnir hafa komið sér í þessi vandaræði og þau eru þeirra mál. En málið er ekki svo einfalt.Fjöldi sparifjáreigenda á sparifé sitt í bönkunum. Íslenska ríkið vill gæta hagsmuna þeirra.Það yrði mikill álitshnekkir fyrir Ísland ef einhver banki hér yrði gjaldþrota.Hugsanlega mun Seðlabankinn lána bönkunum fjármagn til þess að þeir geti staðiðí í skilum við greiðslur af erlendum lánum.
Hugsunin á bak við aukinn gjaldeyrisforða Seðlabankans er sú,að erlendar lánastofnanir viti af því að nægir fjármunir séu fyrir hendi í Seðlabankanum til þrautavara.Vonandi þarf ekki að nota þessa peninga. En ef allt um þrýtur gæti Seðlabankinn lánað bönkunum fé.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Facebook
Athugasemdir
Yrði einhver meiri álitshnekkir ef banki færi á hausinn en þegar hlitabréfakreppan dundi yfir. Myndu bankar einhvað reyna að bjarga sparífjáreigendum frekar en hlutafjáreigendum. Nei hósey. Þeir hugsa um sig.
Valdimar Samúelsson, 8.9.2008 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.