Á að láta þegna Eystrasaltsríkjanna leggja fram sakavottorð við komuna hingað?

Á að láta ríkisborgara frá Eystrasaltsríkjunum leggja fram sakavottorð við komuna hingað? Krafa um það er borin fram af ýmsum vegna þess hve  mikið af fólki frá þessum ríkjum hefur komist í kast við lögin hér.En þetta er ekki eins einsfalt og það virðist í fljótu bragði. Þessi ríki eru aðilar að EES,Evrópska efnahagssvæðinu  og eiga því að njóta sama réttar og önnur  ríki EES varðandi  frjálsa för fólks og frjálsa vinnuaflsflutninga.Við getum ekki mismunað ríkjum EES í þessu efni. Ef við tökum upp einhver sérstök skilyrði fyrir komu EES fólks hingað verða þær að gilda fyrir öll EES ríki,ekki aðeins Eystrasaltsríkin og ekki aðeins Litháen.

Það er eðlilegt að Íslendingum gremjist  að útlendingar séu hér að fremja afbrot,beita ofbeldi,brjótast inn  og   jafnvel að ráðast á lögregluna. En  Íslendingar hafa einnig brotið af sér erlendis.Og við viljum ekki af þeim sökum að við verður krafðir um sakavottorð í hvert sinn,sem við komum við útlanda.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband