Þriðjudagur, 9. september 2008
Viðskiptaráðherra blæs til sóknar í neytendamálum
Björgvin G.Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur ákveðið að efna til fundarherferðar um neytendamál og verður fyrsti fundurinn í kvöld á Selfossi.Þetta er mjög virðingarvert og athyglisvert framtak hjá viðskiptaráðherra og sýnir að hann hefur mikinn áhuga á neytendamálum.Einnig er það athygslivert við fundina að Björgvin tekur upp þá nýbreytni við skipulag fundanna að kalla til pólitíska andstæðinga einnig til þess að sjónarmið þeirra heyrist á fundunum. Gefur þetta fundunum aukna breidd og er skemmtileg nýbreytni. Þannig mun Valgerður Sverrisdóttir,fyrrverandi utanríkisráðherra,verða meðal ræðumanna á fyrsta fundinum á Selfossi í kvöld.Fundirnir verða 7 talsins á 2 vikum. Viðskiptaráðherra hefur þegar látið að sér kveða í neytendamálum og gert umbætur í þeim málum., Meira er framundan.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.