Tryggingastofnun ætti að greiða læknishjálpina fyrir Ellu Dís

„Ef ég hefði ekki verið eins og ég er, ef ég hefði

ekki vaknað til lífsins og reynt að finna aðrar

leiðir væri Ella Dís dáin,“ segir Ragna Erlendsdóttir,

móðir rúmlega tveggja og hálfs árs stúlku

sem berst við óþekktan sjúkdóm.

Mæðgurnar komu til landsins á föstudag eftir

tveggja vikna dvöl á spítala í Bandaríkjunum.

Ella Dís hafði gengist undir þrjár barkaraufaraðgerðir

hérlendis og til stóð að hún færi í þá

fjórðu. Móðir hennar óttast að hún hefði orðið

hennar síðasta. „Ég neitaði þeirri aðgerð og fann

þennan lækni í Bandaríkjunum sem er snillingur

í að sinna vöðvaveikum börnum. Með

sínum aðferðum náði hann Ellu úr öndunarvél

og hún hefur verið án hennar síðan.“ Á spítalanum

úti fengust líka nokkrar vísbendingar

um hvað amaði að Ellu Dís en sökum gríðarlegs

kostnaðar var Rögnu ráðlagt að fara heim.(24 stundir)

Það er virðingarvert að móðir Ellu Dís skyldi drífa sig með hana til Bandaríkjanna. Móðurástin sagði til sín og varð öllum reglum yfirsterkari.Að ajálfsögðu verður að hafa reglur um það hvaða læknisaðgerðir eru greiddar erlendis og hverjar ekki.Móðir Ellu Dís vildi ekki bíða eftir því að Tryggingastofnun féllist á að greiða læknismeðferð erlendis.Hún fór út áður. Ég tel,að TR ætti að gera undantekningu og greiða  umrædda læknismeðferð. Það verður stundum að víkja frá reglum. Nauðsyn brýtur lög. Þetta er slíkt dæmi.

 

Björgvin Guðmundsson

N


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband